Episodes
Episodes



Monday Aug 19, 2024
1.19 - Foreldrahlutverkið, fortíðarþrá og samtímasvekkelsi, bestu lög Queen
Monday Aug 19, 2024
Monday Aug 19, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um gælugremju Eyvindar, þegar fólk er smættað niður í foreldrahlutverk sín og lítið annað. Svo velta þeir fyrir sér samtímasvekkelsi og fortíðarþrá áður en þeir velja fimm uppáhalds lögin sín með hljómsveitinni Queen.



Monday Aug 12, 2024
1.18 - Ólympíuleikarnir og Pride, félagslíf og vinátta
Monday Aug 12, 2024
Monday Aug 12, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um Pride-vikuna og Ólympíuleikana. Þá spyr Eyvindur hvort félagslíf sé ekki lykillinn að hamingju og langlífi og Kristján veltir fyrir sér hvað er að græða á vináttu.



Monday Aug 05, 2024
1.17 - Kvikmyndauppeldi barna, hnignandi samfélagshegðun og björt framtíð
Monday Aug 05, 2024
Monday Aug 05, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um kvikmyndauppeldi barna og spyrja sig hvort börn megi horfa á hrollvekjur og/eða spennumyndir, á meðan Kristján veltir fyrir sér hvað valdi hnignandi hegðun fólks á almannafæri. Eyvindur ræðir um komandi tæknibyltingar og spyr Kristján hvort framtíðin sé björt eftir allt saman. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday Jul 29, 2024
Monday Jul 29, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða stundvísi og hversu erfitt Kristján á með fólk sem mætir seint og illa, svo ræða þeir ómeðvitaða fordóma og kryfja nýlega lögsókn tveggja áhorfenda gegn Universal Studios vegna leikkonunnar Ana de Armas. Loks ræða þeir svefn og svefnleysi frá ýmsum hliðum. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday Jul 22, 2024
Monday Jul 22, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli reyna að koma hvor öðrum á óvart með atriðum sem þeir vita ekki um hvorn annan, svo ræða þeir hjátrú og spyrja hvernig best er að gangast við mistökum og hvernig samfélag getur tekið á því þegar einhver reynir að leiðrétta sig. Loks ræða þeir alls konar fíkn og bera saman umræðu við umræðu um andlega kvilla. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday Jul 15, 2024
1.14 - Snobb, fantasíur, tillitssemi listamanna og áfengissala
Monday Jul 15, 2024
Monday Jul 15, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða snobb og tvenns konar gildismat samfélags á list, Eyvindur spyr hvort listamenn eigi eingöngu að skapa fyrir sjálfa sig eða taka tillit til almennings? Kristján ræðir íslenskar fantasíur og þróun þeirra, Eyvindur veltir fyrir sér umræðu um almenna sölu áfengis á Íslandi. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday Jul 08, 2024
Monday Jul 08, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða draumfarir sínar og greina, áður en þeir velta fyrir sér hvort karlmenn geti sýnt hvor öðrum gæsku án þess að vera samkynhneigðir. Kristján Atli fer yfir misheppnaðan lista yfir bestu gítarleikara 21. aldarinnar og Eyvindur útskýrir litróf lífsins. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday Jul 01, 2024
1.12 - Költ, gervigreindarþýðingar, þögn og gervispilanir á streymisveitum
Monday Jul 01, 2024
Monday Jul 01, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um költ og aðra sértrúarsöfnuði og taka fyrir kvikmyndina Martha Marcy May Marlene frá 2011. Eyvindur fjallar um gervigreind og hvernig íslensk fyrirtæki eru að nýta sér hana með umdeildum hætti, og tekur svo fyrir svokallaðar gervispilanir tónlistarfólks á streymisveitum. Kristján Atli ræðir mikilvægi þagnar fyrir hollt sálarlíf hverrar manneskju. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.








